Ullarnesbrekka - Hringvegur 1

Verkið fólst í tvöföldun Hringvegar (1) milli Hafravatnsvegar og Þingvallavegar, en veghlutar voru aðskildir með vegriðum. Heildarlengd kaflans er um 1,5 km. Á mótum Hringvegar og Álafossvegar var byggt tvöfalt þriggja arma hringtorg í stað þáverandi einfalds hringtorgs.

Milli hringtorgsins við Hafravatnsveg - Þverholt að hringtorginu við Álafossveg var vegur breikkaður til austurs en vestur kanturinn sem er nær íþróttasvæðinu hélst óbreyttur. Á þessum kafla var hljóðmön hækkuð og lengd austan vegar. Kaflinn norðan Álafossvegar að hringtorginu við Þingvallaveg var breikkaður til vesturs.

Á kaflanum að Áslandi var gerð nýj hljóðmön milli vegar og byggðar. Brúin á Hringveginum yfir Varmá var breikkuð beggja vegna núverandi vegar og undirgöngin sunnan Varmár lengd til austurs. Stígur frá undirgöngunum var fluttur fjær Hringveginum og lagður að nýrri göngubrú yfir Varmá og þaðan yfir Álafossveg um nýja miðeyju.

Stálbogagöng gengt Áslandi voru lengd til vesturs í átt frá byggðinni.

Verkkaupi Vegagerðin og Mosfellsbær
Verk hafið 2010
Verklok 2011
Burðarþol, lagnir og hönnun VBV (Verkfræðistofa Bjarna Viðars)
Raflagnahönnun Orkuveitan
Eftirlit  Vegagerðin
64.167957,-21.683929|/media/27747/Ullarnesbrekka.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Ullarnesbrekka - Hringvegur 1|/starfsemi/verk/fyrri-verk/gatnagerd-og-jardvinna/ullarnesbrekka-hringvegur-1/| Verkið fólst í tvöföldun Hringvegar (1) milli Hafravatnsvegar og Þingvallavegar, en veghlutar voru aðskildir með vegriðum.|terrain | blue | Nánar