Fyrsta september 2000 var vígt við formlega athöfn nýtt list- og verkgreinahús Álftanesskóla í Bessastaðahreppi. Þessi nýbygging skólans er á tveimur hæðum og gerir hönnunin ráð fyrir að þriðju hæðina verði unnt að byggja síðar. Einnig var gert ráð fyrir að húsið yrði lengt í norðurátt. Stærð þess hluta byggingarinnar sem var skilað fullbúnum er um 1.300 fm. Um miðjan október 2000 luku ÍAV við sal skólans og nýtt móttökueldhús, samtals liðlega 400 fm.

Í nýja skólahúsinu eru fjórar almennar bóknámsstofur, myndmenntastofa, smíðastofa, raungreinastofa, hússtjórnarstofa, hannyrðastofa og tölvustofa ásamt ýmsum minni rýmum sem tilheyra skólastarfinu. Með stækkun hússins til norðurs síðar bætast við fjórar almennar bóknámsstofur.

Með tilkomu list- og verkgreinahúss Álftanesskóla skapast ýmsir möguleikar fyrir aukna fjölbreytni í skólastarfi. Til dæmis verður hægt að opna skólann meira og bjóða upp á námskeið af ýmsum toga. Með nýjum samkomusal og bættri félagsaðstöðu nemenda gefst skólanum og félagasamtökum í sveitarfélaginu kostur á að setja upp margskonar menningarviðburði, hreppsbúum öllum til ánægju.

Verkkaupi Bessastaðahreppur
Verk hafið 1999
Verklok 2000
Byggingaraðili ÍAV hf.
Arkitektar Gláma - Kím
Verkhönnun Verkfræðiþjónustan
Raflagnahönnun RTS
Eftirlit VSÓ Ráðgjöf
64.104466,-22.017684|/media/27823/Álftanesskoli.jpg?w=250&h=109&mode=crop|Álftanesskóli|/starfsemi/verk/fyrri-verk/iþrottamannvirki-og-skolar/alftanesskoli/| ÍAV stækkaði Álftanesskóla og vígslan fór fram í september árið 2000.|satellite | blue | Nánar