Háskólatorg - Gimli

Háskólatorg er samheiti tveggja bygginga, sem með tengibyggingum eru alls um 10.000 fermetrar. Háskólatorg, á þremur hæðum, stendur á milli aðalbyggingar og íþróttahúss Háskólans. Gimli, einnig á þremur hæðum, er staðsett á gamla bílastæðinu milli Odda, Lögbergs og Nýja Garðs.

Tengibyggingin, Tröð, tengir svo húsin saman og þannig mynda þau eina heild í hjarta háskólasamfélagsins.

Háskólatorg var vígt hinn 1. desember 2007 en Gimli var tekið í notkun í mars 2008.

Verkkaupi Háskóli Íslands
Verk hafið Apríl 2006
Verklok Vetur 2008
Byggingaraðili ÍAV hf.
Arkitektar Hornsteinar
Teiknistofa TIS
Burðarþolshönnun Almenna Verkfræðistofan
Lagnir og loftræstikerfi Almenn Verkfræðistofana
Raflagnahönnun RTS
Brunatæknileg hönnun VSI
Eftirlit Framkvæmdasýsla ríkisins
64.139741,-21.950774|/media/27812/Haskolatorg.jpg?w=250&h=109&mode=crop|Háskólatorg - Gimli|/starfsemi/verk/fyrri-verk/iþrottamannvirki-og-skolar/haskolatorg-gimli/| |satellite | blue | Nánar