Reykjaneshöllin
Reykjaneshöllin er fyrsta fjölnota íþróttahúsið á Íslandi.
Höllin sem er alls tæpir 8.100 fm skiptist í íþróttahús, 7.840 fm og þjónustuhús sem er 252 fm. Í þjónustubyggingunni er að finna fundarherbergi, fjóra búnings og baðklefa ásamt annarri aðstöðu.
Íþróttasalur Reykjaneshallarinnar er 108 m að lengd og 72,6 m á breidd. Hæð hússins yfir hliðarlínum er 5,5 m og yfir miðju vallar er hún 12,5 m.
Hægt er að skipta íþróttavellinum í tvo hluta með tjaldi, sem er mjög létt í meðförum. Íþróttasalurinn er hitaður upp með lofti og er þar góð loftræsting.
Verkkaupi | Landsafl |
Verk hafið | Júní 1999 |
Verklok | Febrúar 2000 |
Arkitektar | VA Arkitektar |
Verkfræðihönnun | Fjarhitun |
|/media/37529/Reykjaneshollin.jpg?w=250&h=109&mode=crop|Reykjaneshöllin|/starfsemi/verk/fyrri-verk/iþrottamannvirki-og-skolar/reykjaneshollin/| Reykjaneshöllin er fyrsta fjölnota íþróttahúsið á Íslandi.|satellite | blue | Nánar