Sundlaug Árbæjar

Uppsteypa og fullnaðarfrágangur húss og lóðar ásamt inni- og útisundlaugum, heitum pottum og tilheyrandi sundlaugarkerfum. Húsið er klætt utan með Trespa plötum.

Byggingin stendur ofarlega í Elliðaárdalnum með útsýni niður dalinn. Hún samanstendur af tveimur álmum sem hýsa búningsklefa karla og kvenna ásamt útiklefum. Álmurnar eru tengdar saman með hvolfþaki úr gleri. Undir hvolfþakinu er afgreiðsla og innisundlaug en úr henni er hægt að synda út í útilaugar.

Heitum pottum með mismunandi hitastigi er komið fyrir í sundlaugargarðinum ásamt setlaugum og leiktækjum. Útisundlaugin sem er flísalögð, eins og aðrar laugar og pottar, er 12,5 x 250 m. Við norðurenda laugarinnar stendur eftirlitsturn. Úr sundlaugargarðinum er gengið beint inn í eimböð og þurrgufu.

Verkkaupi Reykjavíkurborg
Verk hafið Júní 1992
Verklok Maí 1994
Arkitektar Teiknistofan Úti og Inni
Burðarþolshönnun VST
Lóðahönnun Landslag ehf
Lagnir og loftræstikerfi Verkfræðistofan Önn
Raflagnahönnun Rafhönnun
Eftirlit Bygggingardeild borgarverkfræðings
64.112198,-21.794885|/media/27824/Arbaejarlaug.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Sundlaug Árbæjar|/starfsemi/verk/fyrri-verk/iþrottamannvirki-og-skolar/sundlaug-arbaejar/| Byggingin stendur ofarlega í Elliðaárdalnum með útsýni niður dalinn. Hún samanstendur af tveimur álmum sem hýsa búningsklefa karla og kvenna ásamt útiklefum.|terrain | blue | Nánar