Þjóðleikhúsið, viðbygging

Aðstöðusköpun byrjaði í ágúst 2013 og vinna við verkið sjálft hófst í byrjun september.

Full starfsemi var í Þjóðleikhúsinu á verktímanum og gekk samstarf þar á milli mjög vel. Verkinu lauk 20.des. 2013 og Þjóðleikhúsið fékk lykla af viðbyggingunni afhenta þann sama dag.

Verkinu lauk því nákvæmlega skv.verkáætlun þrátt fyrir ýmsar viðbætur.

Sjá frétt frá verkkaupa.

Byggingin er límtrésbygging, klædd að utan með læstri zinc-klæðningu, tengd Þjóðleikhúsinu með inndregnum hálsi, klæddum gatastáli. Milligólf er byggt upp af stálsúlum og stál- og timburbitum. Til norðurs er stór vöruhurð við lyftugatið og gönguhurð verður til austurs við suð-austur horn.

Uppbygging þaks ofan á aðalburðarvirki hússins eru timbursperrur með krossviðarklæðningu undir PVC dúk. 

Verkkaupi Framkvæmdasýsla Ríkisins
Verk hafið Ágúst / sept. 2013
Verklok 20.desember 2013
Byggingastjórn Framkvæmdasýsla Ríkisins
Arkitektar Teiknistofa Garðars Halldórssonar
Burðarþolshönnun Verkfræðistofa Þráinn og Benedikt
Eftirlit Framkvæmdasýsla Ríkisins
64.147415,-21.930574|/media/27749/Thjodleikhusid.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Þjóðleikhúsið, viðbygging|/starfsemi/verk/fyrri-verk/stofnanir-og-skrifstofuhus/þjodleikhusid-vidbygging/| Byggingin er límtrésbygging, klædd að utan með læstri zinc-klæðningu, tengd Þjóðleikhúsinu með inndregnum hálsi, klæddum gatastáli.|terrain | blue | Nánar