Þjónustuskáli Alþingis

Bygging þjónustuskála Alþingis og bílageymslukjallara.

Steinsteypt þjónustuhús á tveimur hæðum og kjallari ásamt neðanjarðar bílageymslu. Ytra byrði byggingarinnar er að mestu leiti úr gleri en byggingin er að hluta klædd íslensku grágrýti. 

Helstu stærðir: Þjónustuhús 1.200 fm og bílageymsla 1.250 fm.

Skálinn er þjónustumiðstöð allra bygginga Alþingis. Skálinn hýsir þjónustustarfsemi og er upplýsingamiðstöð Alþingis og móttaka fyrir gesti þingsins. Á fyrstu hæð er aðgangur frá Kirkjustræti. Við forsal vakt- og upplýsingaþjónusta, móttökuherbergi, lyfta og stigi. Innst er fræðslu- og blaðamannasalur. Á 2. hæð er tenging við þingsali Alþingishúss, þrjú lítil fundaherbergi, setustofa og matsalur ásamt eldhúsi. Í kjallara er bílageymsla, ljósritun, aðstaða fréttamanna og fleira.

Verkkaupi Alþingi Íslands
Verk hafið September 2001
Verklok September 2002
Byggingastjórn ÍAV 
Arkitektar Batteríið
Raflagnahönnun Raftákn
Burðarþolshönnun Almenna verkfræðistofan
Lagnir og loftræstikerfi Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns
Öryggiskerfi VSI
Lóðahönnun Landslag
Eftirlit Hnit verkfræðistofa
64.146795,-21.940154|/media/27831/Alþingi1.jpg?w=250&h=109&mode=crop|Þjónustuskáli Alþingis|/starfsemi/verk/fyrri-verk/stofnanir-og-skrifstofuhus/þjonustuskali-alþingis/| Bygging þjónustuskála Alþingis og bílageymslukjallara. Steinsteypt þjónustuhús á tveimur hæðum og kjallari ásamt neðanjarðar bílageymslu. Ytra byrði byggingarinnar er að mestu leiti úr gleri en byggin...|satellite | blue | Nánar