Þjónustuskáli Alþingis
Bygging þjónustuskála Alþingis og bílageymslukjallara.
Steinsteypt þjónustuhús á tveimur hæðum og kjallari ásamt neðanjarðar bílageymslu. Ytra byrði byggingarinnar er að mestu leiti úr gleri en byggingin er að hluta klædd íslensku grágrýti.
Helstu stærðir: Þjónustuhús 1.200 fm og bílageymsla 1.250 fm.
Skálinn er þjónustumiðstöð allra bygginga Alþingis. Skálinn hýsir þjónustustarfsemi og er upplýsingamiðstöð Alþingis og móttaka fyrir gesti þingsins. Á fyrstu hæð er aðgangur frá Kirkjustræti. Við forsal vakt- og upplýsingaþjónusta, móttökuherbergi, lyfta og stigi. Innst er fræðslu- og blaðamannasalur. Á 2. hæð er tenging við þingsali Alþingishúss, þrjú lítil fundaherbergi, setustofa og matsalur ásamt eldhúsi. Í kjallara er bílageymsla, ljósritun, aðstaða fréttamanna og fleira.
Verkkaupi | Alþingi Íslands |
Verk hafið | September 2001 |
Verklok | September 2002 |
Byggingastjórn | ÍAV |
Arkitektar | Batteríið |
Raflagnahönnun | Raftákn |
Burðarþolshönnun | Almenna verkfræðistofan |
Lagnir og loftræstikerfi | Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns |
Öryggiskerfi | VSI |
Lóðahönnun | Landslag |
Eftirlit | Hnit verkfræðistofa |