Hæstiréttur Íslands

Uppsteypa og fullnaðarfrágangur með föstum sérsmíðuðum innréttingum á 2.600 fermetra dómhúsi á þremur hæðum auk kjallara og bílageymslukjallara. Húsið er klætt að utan með koparklæðningu, söguðu gabbró og höggnu og söguðu grágrýti. Byggingin er hæst og breiðust í vesturenda svo hlutföll gaflveggjar nái jafnvægi við Arnarhvál og Safnahúsið og til að draga fyrir norðanáttina og mynda skjólgóða grasflöt á suðausturhluta lóðarinnar. Vesturgafli er snúið um 2 gráður í austur og norðvesturhornið dregið í boga svo inngangur í Arnarhvál sjáist vítt að. Við efnisval tóku arkitektar hússins mið af dökkgráum lit

Þjóðleikhússins, brúnleitum skeljasandslit Arnarhváls og andstæðunni í beinhvítum lit safnahússins. Þetta eru allt hlutlausir litir, sem að mati arkitekta, mynda sérstaklega góðan bakgrunn við sægrænt koparyfirborðið.

Verkkaupi Hæstiréttur Íslands
Verk hafið Október 1994
Verklok Ágúst 1996
Arkitektar Stúdíó Granda
Raflagnahönnun Rafteikning
Burðarþolshönnun Línuhönnun
Lagnir og loftræstikerfi Almenna Verkfræðistofan
Öryggiskerfi VSI
Eftirlit Byggingardeild borgarverkfræðings
64.147725,-21.932357|/media/27833/Haestirettur1.jpg?w=250&h=109&mode=crop|Hæstiréttur Íslands|/starfsemi/verk/fyrri-verk/stofnanir-og-skrifstofuhus/haestirettur-islands/| Uppsteypa og fullnaðarfrágangur með föstum sérsmíðuðum innréttingum á 2.600 fermetra dómhúsi á þremur hæðum auk kjallara og bílageymslukjallara.|satellite | blue | Nánar