Harpa Hreindýrasafn

Verk fólst í því að innrétta rými á austurhlið Hörpu, fyrir Hreindýrasafn.

Þegar byrjað var á verki voru einungis vatnsúðalagnir í lofti, annað var óklárað. Leggja þurfti í gólf, rjúfa göt í gólf fyrir stiga á milli hæða, allar lagnir, klæðning lofta o.s.frv.  Svo ekki sé talað um smíði hljóðvistarveggs utan á steyptan millivegg að Eldborgarsal. Mikið stálvirki þar á ferð.

Um er að ræða samstarfsverkefni milli ÍAV þjónustu > ÍAV hf og Hörpu. Byggingastjórn, trésmíði og pípulagnir voru á vegum ÍAV. Annað á vegum Hörpu.

Framkvæmd hófst um mánaðarmótin ágúst sept 2014 og lauk verki í byrjun febrúar 2015.

Salir standa nú auðir. Eftir er að setja upp sjálft safnið. 

Verkkaupi Harpa, tónlistar og ráðstefnuhús ehf.
Verk hafið Ágúst 2014
Verklok Febrúar 2015
Byggingastjórn ÍAV
Arkitektar Batteríið
Burðarþolshönnun Mannvit
Raflagnahönnun Mannvit
Lagnir og loftræsikerfi Mannvit
64.150294,-21.932285|/media/126687/Hreindyr_04.JPG?width=250&height=109&mode=crop|Harpa Hreindýrasafn|/starfsemi/verk/fyrri-verk/stofnanir-og-skrifstofuhus/harpa-hreindýrasafn/| Verk fólst í því að innrétta rými á austurhlið Hörpu, fyrir Hreindýrasafn. |terrain | blue | Nánar