Stefna félagsins

Öryggis og heilbrigðisstefna

Oryggi

ÍAV hf telur mikilvægt  að vinna stöðugt að öryggis- og heilbrigðismálum til að tryggja sem best öryggi- og heilbrigði starfsmanna fyrirtækisins og annarra sem vinna í verkefnum á vegum ÍAV hf.

ÍAV hf leggur áherslu á að koma í veg fyrir slys og heilsubrest hjá starfsmönnum vegna vinnunnar með fyrirbyggjandi aðgerðum bæði á verkstöðum og á skrifstofum fyrirtækisins.

ÍAV hf stuðlar að stöðugri þróun og umbótum í öryggis- og heilbrigðismálum og að fram fari mælingar á frammistöðu sem sýni hver árangur er á hverjum tíma.

Árangur í öryggis- og heilbrigðismálum næst best með samstilltu átaki allra starfsmanna fyrirtækisins, þ.e. öryggismenningu sem skilar fyrirtækinu öruggum og heilbrigðum vinnustað.

ÍAV hf uppfylla kröfur  stjórnvalda í formi laga, reglna og reglugerða um öryggis- og heilbrigðismál. Stjórnkerfi ÍAV í öryggis- og heilbrigðismálum er byggt upp á kröfum í staðlinum OHSAS 18001:2007 og eru skjalfest  í Handbók ÍAV sem er vottuð samkvæmt ÍST ISO 9001:2015.

Öryggis OHSAS vottorð

Gæða ISO9001 vottorð

Starfsmenn skulu vera virkir þátttakendur í upptöku og innleiðingu á enn betri vinnubrögðum í öryggis- og heilbrigðismálum og leggja sitt á vogarskálarnar til  að tryggja að allir komi heilir heim