Um ÍAV

Stefna

Stefna ÍAV er að vera fyrsti valkostur í framkvæmdum á Íslandi, stórt og öflugt verktakafyrirtæki sem nýtur trausts og er leiðandi í þróun byggingariðnaðar.

ÍAV hefur sett sér stefnu í gæða- og öryggismálum, mannauðsstefnu og stefnu varðandi samfélagslega ábyrgð og í markaðsmálum.

Viðskiptavinir og hagsmunaaðilar

ÍAV hafi að leiðarljósi að bjóða hagkvæmar lausnir fyrir viðskiptavini með færni, frumkvæði og fagmennsku að leiðarljósi.

ÍAV leggur áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini og hagsmunaaðila.

Starfsmenn

ÍAV er eftirsótt fyrirtæki að vinna hjá. Þar starfar áreiðanlegt, vel menntað og reynslumikið starfsfólk sem leggur metnað í störf sín og samskipti sín á milli.

Unnið verði markvisst að því að viðhalda og auka þekkingarstig starfsmanna í nýráðningum og með endur- og símenntun.

Starfsfólki verði gefinn kostur á krefjandi verkefnum sem fullnægja metnaði þeirra og reynslu.

Með færni, frumkvæði og fagmennsku hafa starfsmenn ÍAV það að leiðarljósi að bjóða hagkvæmar lausnir fyrir viðskiptavini okkar.


Gæðastefnan

Jafnlaunastefna ÍAV

Jafnréttisstefna ÍAV

Mannauðsstefna

Markaðsstefna/merki ÍAV

Persónuverndarstefna ÍAV

Samfélagsleg ábyrgð

ÖHU stefna

Siðareglur ÍAV

Yfirlýsing um stjórnarhætti